Ísland fær aukasæti í Evrópuskólann

Fyrir skömmu valdi landsliðsþjálfarinn, Árni Þór Hallgrímsson, tvær stúlkur og tvo stráka til að taka þátt í Evrópuskóla Badminton Europe í sumar. Evrópuskólinn eru æfingabúðir fyrir unglinga sem haldnir hafa verið á vegum Badminton Europe við góðan orðstý um árabil.

Svo skemmtilega vill til að Ísland fékk úthlutað aukasæti fyrir strák í Evrópuskólann í ár og því gefst Skagamanninum Ragnari Harðarsyni tækifæri á að taka þátt í æfingabúðunum ásamt félögum sínum. Áður hafði Árni Þór valið þau Pétur Hemmingssen, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Ástu Ægisdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur til að taka þátt fyrir Íslands hönd.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Evrópuskóla Badminton Europe.

Skrifað 27. maí, 2008
ALS