Ólympíuleikar - 77 dagar til stefnu

Það styttist óðum í stærstu íþróttahátíð heims, Ólympíuleikana 2008. Í dag eru aðeins 77 dagar til stefnu og íþróttamenn um allan heim að undirbúa sig af fullum krafti.

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir sem keppir á leikunum fyrir Íslands hönd mun ekki fá að vita hver verður fyrsti andstæðingur hennar á leikunum fyrr en nokkrum dögum fyrir mótið. Mánudaginn 4.ágúst er dregið í badmintonkeppnina og þá fyrst verður ljóst hverjir mæta hverjum.

Í einliðaleik kvenna verður svokallað 64-draw en um 40 konur taka þátt í keppninni. Það verða því margar yfirsetur í fyrstu umferðinni (64 liða) sem fer fram laugardaginn 9.ágúst. Sunnudaginn 10.ágúst verða síðan leikin 32-liða úrslit í einliðaleik kvenna. Það verður spennandi að sjá hvaða dag Ragna hefur keppni. Vonir eru bundnar við að hún hefji ekki keppni fyrr en á sunnudag því þá hefur hún kost á að njóta opnunarhátíðar leikanna betur en hún fer fram föstudaginn 8.ágúst.

Dagskrá badmintonkeppni Ólympíuleikanna 2008 í Peking er eftirfarandi:

Mánudagurinn 4.ágúst
Dregið í badmintonkeppnina

Laugardagurinn 9.ágúst
Einliðaleikur karla 64-liða úrslit
Einliðaleikur kvenna 64-liða úrslit

Sunnudagurinn 10.ágúst
Tvíliðaleikur kvenna 16-liða úrslit
Einliðaleikur kvenna 32-liða úrslit
Einliðaleikur karla 64-liða úrslit

Mánudagurinn 11.ágúst
Einliðaleikur kvenna 16-liða úrslit
Tvíliðaleikur kvenna 8-liða úrslit
Einliðaleikur karla 32-liða úrslit

Þriðjudagurinn 12.ágúst
Tvenndarleikur 16-liða úrslit
Einliðaleikur karla 16-liða úrslit
Tvíliðaleikur karla 16-liða úrslit

Miðvikudagurinn 13.ágúst
Tvíliðaleikur kvenna undanúrslit
Einliðaleikur kvenna 8-liða úrslit
Tvíliðaleikur karla 8-liða úrslit

Fimmtudagurinn 14.ágúst
Einliðaleikur karla 8-liða úrslit
Tvenndarleikur 8-liða úrslit

Föstudagurinn 15.ágúst
Einliðaleikur kvenna undanúrslit
Tvíliðaleikur karla undanúrslit
Tvíliðaleikur kvenna úrslit og bronsleikur
Einliðaleikur karla undanúrslit

Laugardagurinn 16.ágúst
Einliðaleikur kvenna úrslit og bronsleikur
Tvíliðaleikur karla úrslit og bronsleikur
Einliðaleikur karla bronsleikur
Tvenndarleikur undanúrslit

Sunnudagurinn 17.ágúst
Tvenndarleikur úrslit og bronsleikur
Einliðaleikur karla úrslit

Nánari upplýsingar um badmintonkeppni Ólympíuleikanna 2008 má finna með því að smella hér.

Ragna Ingólfsdóttir og Huanhuan eitt af lukkudýrum Ólympíuleikanna í Peking 2008. Á ársþingi BSÍ var Rögnu óskað til hamingju með að hafa tryggt sér þátttöku á Ólympíuleikunum og fékk hún blómvönd frá stjórn BSÍ af því tilefni.

Skrifađ 23. maí, 2008
ALS