Nýr heimslisti - Ragna númer 56

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Afrekskonan Ragna Ingólfsdóttir er númer 56 á listanum og stendur í stað milli vikna. Þá er Ragna í 22.sæti yfir bestu badmintonkonur Evrópu.

Eins og badmintonáhugafólki er kunnugt hefur Ragna tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking í Kína í ágúst. Mótaþátttaka Rögnu hefur verið mikil og erfið síðustu mánuði. Reikna má með að hún leggi meiri áherslu á að byggja sig almennt upp næstu vikurnar og taki lítið þátt í mótum. Hún gæti því fallið eitthvað niður heimslistann á næstunni.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Skrifað 8. maí, 2008
ALS