Niđurröđun Meistaramóts BH komin á netiđ

Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina. Mótið er síðasta mót Stjörnumótaraðarinnar þennan veturinn og því spenna yfir því hverjir verða í efstu sætunum og hljóta verðlaun á Ársþingi BSÍ. Hægt er að skoða niðurröðunina með því að smella hér.

Mótið hefst á föstudag kl. 18.00 og er áætlað að keppni ljúki um kl. 22. Á laugardag hefst keppni kl. 10.00. Úrslitaleikir í meistaraflokki hefjast kl. 16.30 og verður leikinn einn leikur í einu.

Að móti loknu eða um kl. 19.00 verður haldin grillveisla fyrir keppendur og aðra badmintonáhugamenn. Aðgangur að veislunni er kr. 1.500. Hægt verður að skrá sig í grillveisluna í Strandgötunni á föstudag en einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á bhbadminton@hotmail.com.

Skrifađ 23. apríl, 2008
ALS