Stjörnumótaröđinni ađ ljúka

Síðasta mótið á Stjörnumótaröð BSÍ 2007-2008, Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar, fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um næstu helgi.

Áætlað er að mótið hefjist á föstudag kl. 17.00 og að leikið verði fram eftir kvöldi. Á laugardag hefst keppni kl. 9.00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 19.00. Síðasti skráningardagur er í dag, mánudaginn 21.apríl. Reikna má með að niðurröðun og tímasetningar verði birtar á miðvikudag.

Eftir mótið verður haldin grillveisla sem opin er öllum þátttakendum og öðru badmintonáhugafólki. Skráning í grillveisluna fer fram á föstudag hjá mótsstjórn. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.

Skrifađ 21. apríl, 2008
ALS