Danir Evrópumeistarar

Liðakeppni Evrópumótsins í badminton lauk í Herning í Danmörku í kvöld. Gestgjafarnir, Danir, sigruðu Englendinga í úrslitaleiknum 3-0. Í þriðja sæti urðu Pólverjar og í því fjórða Hollendingar. Þjóðverjar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Pólverjum í riðlakeppni mótsins og voru því ekki með í útsláttarkeppninni um Evrópumeistartitilinn.

Styrkleikaröð bestu badmintonþjóða Evrópu er því eftirfarandi:

1. Danmörk
2. England
3. Pólland
4. Holland
5. Þýskaland
6. Rússland
7. Frakkland
8. Úkraína
9. Skotland
10. Búlgaría
11. Svíþjóð
12. Tékkland
13. Ísland
14. Finnland
15. Írland
16. Eistland.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja liðakeppninnar.

Einstaklingskeppni Evrópumótsins hefst á morgun miðvikudag. Hægt er að fylgjast með gangi mála beint á netinu. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar keppninnar.

Skrifað 15. apríl, 2008
ALS