Risastórt unglingamót í Mosfellsbæ

Um helgina fer fram í Mosfellsbæ Unglingamót Aftureldingar í badminton. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Badmintondeild Aftureldingar heldur opið mót. Mótið er heldur betur af stærri gerðinni því yfir 200 keppendur eru skráðir til leiks. Til að fólk geri sér grein fyrir stærð mótsins þá má nefna að um 150 leikmenn voru skráðir í síðasta Íslandsmót unglinga.

Mótið hefst á laugardag kl. 9 en þá verður leikið í U11 flokknum. Leikmenn í U11 spila til kl. 11 og þá fer fram verðlaunaafhending í flokknum þar sem allir fá þátttökuverðlaun. Aðrir flokkar hefja síðan keppni kl.11 og má reikna með að keppni ljúki um kl. 17.30. Á sunnudag hefst keppni kl. 9 og stefnt er á að ljúka henni um kl. 13.

Smellið hér til að skoða niðurröðun Unglingamóts Aftureldingar 2008. Smellið hér til að skoða heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar.

Skrifað 10. apríl, 2008
ALS