Beinar útsendingar frá badmintonmótum á netinu

Sænska íþróttafréttafyrirtækið IEC hefur sett í loftið vefsjónvarp www.wob.tv sem einbeitir sér eingöngu að því að sýna frá hágæða badmintonmótum. Þetta ku vera fyrsta vefsjónvarpið þar sem eingöngu er fjallað um badminton.

Mest áhersla verður lögð á að sýna frá Super Series og Grand Prix mótum í þessu einstaka vefsjónvarpi. Næstu mót sem sýnt verður frá eru Japan Open 15.-16.september, Chinese Taipei Open 22.-23.september, Macau Open 6.-7.október, Dutch Open 21.október og Danish Open 27.-28.október.

Einnig verður boðið uppá fréttaþjónustu í vefsjónvarpinu þar sem allar nýjustu fréttir um leikmenn, úrslit móta, stöðu heimslistans, baráttuna við að komast á Ólympíuleikana o.fl verður gert góð skil.

Hægt er að kaupa sér aðgang að vefsjónvarpinu á vefsíðunni www.wob.tv. Þriggja mánaða áskrift kostar um 3.000 ISK en aðgangur að einstöku móti kostar um 1.500 ISK.

Skrifað 14. september, 2007
ALS