Meistaramót Íslands hefst í dag

Hápunktur vetrarins hjá íslensku badmintonfólki, Meistaramót Íslands, hefst í dag. Mótið fer fram í TBR-húsunum við Gnoðarvog og hefst keppni kl. 19.00. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.

Byrjað verður á tvenndarleikjum í meistaraflokki en einnig verður leikin ein umferð í einliðaleik í meistara-, A- og B-flokki.

Mótið heldur síðan áfram á morgun laugardag en þá hefst keppni kl. 10.00 og verður leikið fram á kvöld. Úrslitaleikir í öllum flokkum verða leiknir á sunnudag. Sýnt verður beint frá úrslitaleikjum í meistaraflokki í Sjónvarpinu og hefst útsending kl. 14.45.

Skrifað 4. apríl, 2008
ALS