Fjölmennt á Meistaramóti Íslands

Um helgina fer fram í TBR-húsunum við Gnoðarvog, Meistaramót Íslands í badminton. Mótið er mjög fjölmennt í ár en alls hafa 139 leikmenn frá átta félögum skráð sig til keppni. Fjölgun leikmanna milli ára er rúmlega 20%.

Mótið hefst á föstudag kl. 19.00 og verður leikið til kl. 22.00 þann dag. Á laugardeginum hefst keppni kl. 10.00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 20.00. Leikið verður fram í undanúrslit á laugardeginum. Á sunnudag verða spilaðir úrslitaleikir í öllum flokkum og greinum. Úrslit í A-, B-, Öðlinga- og Æðstaflokki hefjast kl. 10.00 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 13.00. Sjónvarpað verður frá úrslitaleikjum í meistaraflokki í Sjónvarpinu og hefst útsending kl.14.45.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifađ 1. apríl, 2008
ALS