Íţróttir og fjölmiđlar

Nokkur umræða hefur verið í gangi að undanförnu um umfjöllun fjölmiðla um íþróttir. Tuttugu sérsambönd innan ÍSÍ hafa tekið sig saman undir forystu Frjálsíþróttasambands Íslands og eru að skoða möguleika á að stofna sjónvarpsstöð eða fara í samvinnu við aðila á markaðnum um sýningar á íþróttaefni.

Sigríður Bjarnadóttir formaður Badmintonsambandsins var í spjallþættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á þriðjudagskvöldið ásamt formönnum fleiri sérsambanda sem hafa verið að kanna þessi mál undanfarnar vikur. Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér.

Í umfjöllun um íþróttir í fjölmiðlum hallar svo sannarlega á flestar aðrar greinar en knattspyrnu og handknattleik og því er umræðan sem nú er í gangi mjög þörf. Þrátt fyrir að umfjöllun um badminton á vef og prentmiðlum undanfarið ár hafi verið nokkuð góð sýnir nýleg rannsókn að staðan er ekki góð (sjá nánar með því að smella hér).

Það væri vissulega ánægjulegt fyrir badmintonfólk ef efni um íþróttina væri aðgengilegra á ljósvakamiðlunum. Beinar útsendingar frá stærstu mótinum, þættir um helstu mót vetrarins og jafnvel útsendingar frá stórum mótum erlendis hljómar væntanlega eins og draumur í hugum badmintonfólks á Íslandi. Kannski þessi draumur verði að veruleika í náinn framtíð, hver veit?

Skrifađ 28. mars, 2008
ALS