ÍSÍ auglýsir ţjálfarastyrki

Stjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið janúar til júní 2008. Styrkirnir verða veittir einstaklingum sem sækja eða hafa sótt námskeið eða fræðslu í þjálfun erlendis á fyrrgreindu tímabili.

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands www.isi.is undir „Um ÍSÍ - styrkir". Umsóknir skulu berast skrifstofu ÍSÍ merkt „Þjálfarastyrkir vor 2008" eigi síðar en 13.apríl næstkomandi.

Badmintonþjálfarar eru hvattir til að nýta sér þennan sjóð og sækja um styrk. Þrátt fyrir að flestir fái styrki úr þessum sjóð til að sækja námskeið erlendis eru margir sem hafa fengið styrk til að kynna sér þjálfun hjá félögum/landsliðum erlendis. Undanfarin misseri hafa styrkhafar verið að fá styrk að upphæð 50.000 krónur.

Skrifađ 24. mars, 2008
ALS