Meistaramót Íslands framundan

Einn af stórviðburðum vetrarins hjá íslensku badmintonfólki er framundan, Meistaramót Íslands. Mótið fer fram í TBR húsunum 4.-6.apríl næstkomandi.

Keppt verður í Meistaraflokki, A-flokki, B-flokki, Æðstaflokki og Heiðursflokki. Spilað verður í öllum flokkum ef næg þátttaka fæst. Mótið hefst kl. 19.00 föstudaginn 4.apríl og lýkur með úrslitaleikjum í meistaraflokki sunnudaginn 6.apríl.

Stjórn BSÍ tók þá ákvörðun á stjórnarfundi 28. febrúar að 4 bestu mót spilara verða lögð saman til röðunar í mótið. Einnig verða Íslendingar búsettir erlendis metnir inn í mótið þar sem það á við.

Næstkomandi fimmtudagur, 27.mars, er síðasti skráningardagur í mótið. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar.

Íslandsmeistarar 2007 þurfa að skila bikurum til Halla Gullsmiðs Bankastræti 6 svo að hægt sé að grafa á þá í tæka tíð fyrir Íslandsmeistara 2008.

Íslandsmeistarar í badminton 2007

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla
1. Magnús Ingi Helgason, TBR
2. Tryggvi Nielsen, TBR
Einliðaleikur kvenna
1. Ragna Ingólfsdóttir, TBR
2. Tinna Helgadóttir, TBR
Tvíliðaleikur karla
1. Helgi Jóhannesson /Magnús Ingi Helgason, TBR
2. Tryggvi Nielsen / Sveinn Sölvason, TBR
Tvíliðaleikur kvenna
1. Ragna Ingólfsdóttir / Katrín Atladóttir, TBR
2. Tinna Helgadóttir / Halldóra Elín Jóhannsdóttir, TBR
Tvenndarleikur
1. Helgi Jóhannesson, TBR/ Ragna Ingólfsdóttir, ÍA
2. Magnús Helgason / Tinna Helgasóttir, TBR

A-flokkur
Einliðaleikur karla
1. Einar Óskarsson, TBR
2. Kristján Daníelsson, BH
Einliðaleikur kvenna
1. Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR
2. Elín Þóra Elíasdóttir, TBR
Tvíliðaleikur karla
1. Sigurður Hjaltalín / Ingólfur Ingólfsson , TBR
2. Sævar Ström / Skúli Sigurðsson, TBR
Tvíliðaleikur kvenna
1. Anna Lilja Sigurðardóttir / Sigríður Guðmundsdóttir, BH
2. Guðrún Júlíusdóttir / Áslaug Jónsdóttir, TBR
Tvenndarleikur
1. Kristján Daníelsson / Sigríður Guðmundsdóttir, BH
2. Ingólfur Ingólfsson / Eva Hrönn Petersen, TBR

B-flokkur
Einliðaleikur karla
1. Sindri Jarlsson, UMFA
2. Jóhann Felix Jónsson, TBR
Einliðaleikur kvenna
1. Jóhanna Jóhannsdóttir, TBR
2. Ásta Ægisdóttir, TBR
Tvíliðaleikur karla
1. Ármann Steinar Gunnarsson / Egill Guðlaugsson, ÍA
2. Snorri Hreggviðsson, UMFA / Högni Hróarsson, TBR
Tvíliðaleikur kvenna
1. Kristín Sveinsdóttir / Ásta Ægisdóttir, TBR
2. María Árnadóttir / Jóhanna Jóhannsdóttir, TBR
Tvenndarleikur
1. Egill Guðlaugsson / Karitas Eva Jónsdóttir, ÍA
2. Högni Hróarsson / Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, TBR

Æðsti flokkur (50+)
Einliðaleikur karla
1. Hannes Ríkharðsson, TBR
2. Sigurður Blöndal, Hamar

Heiðursflokkur (60+)
Einliðaleikur karla
1. Hörður Benediktsson, TBR
2. Jón S. Karlsson, TBR
Tvíliðaleikur karla
1. Jón S. Karlsson og Hörður Benediktsson, TBR
2. Benedikt Bjarnason og Jón Leifur Óskarsson, TBR

Skrifað 26. mars, 2008
ALS