Enginn ţrefaldur um helgina

Opna BM Vallár mótið í badminton var haldið í KR húsinu um helgina. Alls tóku 56 leikmenn frá fjórum félögum þátt í mótinu sem er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ. Enginn leikmaður náði því um helgina að vinna þrefalt í sínum flokki.

Í meistaraflokki karla bar hæðst sigur Helga Jóhannessonar á núverandi Íslandsmeistara Magnúsi Inga Helgasyni. Magnús Ingi hefur sigrað öll mót sem hann hefur tekið þátt í hér á landi í vetur og var því sigur Helga nokkuð óvæntur. Helgi hefur átt við meiðsli í baki að stríða en er greynilega að koma öflugur til leiks á ný. Það stefnir því í mikla baráttu á Meistaramóti Íslands sem ekki er svo langt undan.

Í meistaraflokki kvenna sigraði Sara Jónsdóttir á sínu fjórða móti í röð en hún hefur háð harða baráttu við þær Katrínu Atladóttur og Tinnu Helgadóttur í öllum mótunum. Í tvíliða- og tvenndarleikjunum í meistaraflokki var lítið um óvænt úrslit.

Þau Róbert Þór Henn og Rakel Jóhannesdóttir sigruðu í einliðaleik í A-flokki og Sveinbjörn Pétur Guðmundsson í einliðaleik í B-flokki.

Smellið hér til að skoða nánar úrslit BM Vallár mótsins um helgina.

 

Helgi Jóhannesson
  
Sara Jónsdóttir

 

Skrifađ 17. mars, 2008
ALS