Badmintonleikir og ćfingar á netinu

Á dönsku badmintonsíðunni www.badmintonsiden.dk er hægt að finna ýmsa skemmtilega badmintonleiki og æfingar sem gott getur verið að grípa í vilji maður bridda upp á nýjungum í badmintonþjálfuninni.

Undir liðnum "badmintontanken" má finna átta flokka æfinga og leikja sem auðvelt er að nota. Vefsíðan er að sjálfsögðu á dönsku en það ætti þó ekki að vefjast mikið fyrir flestu framhaldskólagengnu fólki.

Hér kemur íslensk lýsing á skemmtilegu hraðaspili sem tilvalið er að prófa á næstu æfingu.

Tveir leikmenn spila gegn hvorum öðrum á hálfum velli og nota þrjár kúlur.Leikmenn byrja á því að stilla upp kúlu á endalínunni hjá sér (báðir leikmenn). Leikurinn byrjar svo á því að annar gefur upp stutta uppgjöf og spilað er netspil þar til annar leikmaðurinn hefur unnið. Um leið og netspils kúlan er komin í gólfið eiga leikmenn að hlaupa að endalínunni og ná í kúluna sem þar stendur og gefa hana upp eins fljótt og auðið er. Spilaður er einliðaleikur á hálfum velli með þessum tveimur kúlum þar til báðar eru komnar í gólfið. Hver leikmaður fær stig fyrir hvern þann bolta sem hann vann af andstæðingnum og er því hægt að vinna þrjú stig í hverju rallýi.

Skrifađ 10. oktober, 2007
ALS