Nýr heimslisti - Ragna upp um eitt sćti ađra vikuna í röđ

Alþjóða badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista á fimmtudaginn. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir fór upp um eitt sæti aðra vikuna í röð og er nú númer 54 á listanum. Ragna er jafnframt í 19. á lista yfir bestu einliðaleikskonur í Evrópu.

Staða Rögnu er góð með tilliti til Ólympíuleikana og er hún inni á leikunum miðað við þessa stöðu. Ekkert er þó öruggt fyrr en 1. maí en þá verður gefinn út endanlegur listi.

Næstu verkefni Rögnu eru Croatian International 6. - 9. mars og Portuguese International 13. - 16. mars.

Hér má sjá heimslista Alþjóða badmintonsambandsins.

Hér má sjá styrkleikalista Evrópusambandsins.

 

 

 

Skrifađ 1. mars, 2008
SGB