Nýr heimslisti - Ragna upp um eitt sæti

Alþjóða badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir fór upp um eitt sæti milli vikna og er nú númer 55 á listanum. Þá er Ragna í 19.sæti yfir bestu einliðaleikskonur í Evrópu.

Staða Rögnu með tilliti til Ólympíuleika er mjög góð þessa dagana og ljóst að ef heimslistinn nú væri lagður til grundvallar myndi hún komast á leikana. Það er hinsvegar heimslistinn 1.maí sem segir til um hverjir keppa í Bejing.

Ragna er nú stödd í Vínarborg þar sem hún tekur þátt í alþjóðlega mótinu Austrian International Championships.

Skrifað 21. febrúar, 2008
ALS