Heimslistasta­a R÷gnu gˇ­

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í gær. Þrátt fyrir að Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hafi fallið um tvö sæti milli vikna og sé nú í 56.sæti listans er heimslistastaða hennar góð með tilliti til Ólympíuleika. Ef heimslistinn í dag væri látinn gilda væri Ragna búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum (samkvæmt úttekt Badmintonsambands Evrópu). Það er hinsvegar listinn 1.maí sem segir endanlega til um hverjir tryggja sér þátttökurétt.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Vikurnar fram til 1.maí eru langar og strangar hjá Rögnu og er líklegt að hún eigi eftir að taka þátt í fimm alþjóðlegum mótum á þeim tíma:

  • 20.-24.febrúar - Austurríki
  • 6.-9.mars - Króatía
  • 13.-16.mars - Portúgal
  • 20.-23.mars - Rúmenía
  • 12.-20.apríl - Evrópumótið í Danmörku. 
Næsti heimslisti verður gefin út fimmtudaginn 21.febrúar. Það verður spennandi að sjá hversu mörg stig Evrópukeppni landsliða í Hollandi síðustu daga gefa Rögnu og hvort að þau nái að hífa hana eitthvað upp á listanum.
Skrifa­ 15. febr˙ar, 2008
ALS