Evrˇpukeppni landsli­a - ßtta li­a ˙rslit Ý dag

Átta liða úrslit á Evrópukeppni landsliða í badminton verða leikin í Hollandi í dag. Aðeins sigurvegarar í riðlakeppni mótsins sem fram hefur farið undanfarna daga hafa unnið sér rétt til að taka þátt í útsláttarkeppninni.

Í keppni kvennaliða má segja að liðin í átta liða úrslitum komi engum á óvart og séu eftir bókinni. Þau lið sem komust áfram voru Þýskaland, Rússland, Danmörk, Skotland, Frakkland, Holland og England. Þjóðverjar sem voru einmitt í riðli íslenska kvennalandsliðsins eru taldir líklegastir til að standa uppi sem sigurvegarar í keppni þessara sjö liða um Evrópumeistaratitilinn.

Tvö lið komust nokkuð óvænt í átta liða úrslit keppni karlalandsliða. Lið Wales sem vann raðað lið Tékka í riðli H og Svíjar unnu raðað lið Frakka í riðli E. Það verða því lið Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskalands, Wales, Hollands, Póllands, Rússlands og Englands sem bítast um Evrópumeistaratitilinn í keppni karlalandsliða næstu daga. Fyrir fram eru Danir taldir líklegastir til að hirða titilinn.

Átta liða úrslit karlalandsliða fara fram kl. 15 að íslenskum tíma en átta liða úrslit kvennalandsliða kl. 11. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála. Athugið að með því að smella á "live scoring" efst í hægra horni síðunnar er hægt að fylgjast með leikjunum beint.

Íslensku landsliðin halda heim á leið á morgun laugardag. Bæði lið stóðu sig vel á mótinu en kvennalandsliðið endaði í 8.-14.sæti og karla landsliðið 17.-24.sæti. Sigur íslensku stúlknanna gegn Ítölum var sérstaklega glæsilegur þar sem Ragna Ingólfsdóttir lagði Agnese Allegrini að velli en Agnese er ellefu sætum ofar en Ragna á heimslistanum. Þá var frækinn sigur karlalandsliðsins á Tyrkjum frábær. Barist var til síðasta blóðdropa í æsispennandi leik. Einnig verður árangur Magnúsar Inga Helgasonar og Helga Jóhannessonar gegn sterkasta tvíliðaleikspari rússa að teljast einn af hápunktum mótsins hjá Íslendingum. Rússarnir eru númer 25 á heimslistanum en samt voru íslensku strákarnir aðeins hársbreidd frá því að vinna þá.

 

Evrópukeppni landsliða - Undankeppni Thomas og Uber Cup. Magnús Ingi Helgason, Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson, Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson, Katrín Atladóttir, Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Sara Jónsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Nielsen sem einnig var í liðinu.

 

Íslenska landsliðið í badminton. Frá vinstri Magnús Ingi Helgason, Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson, Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson, Katrín Atladóttir, Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Sara Jónsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Nielsen.

Skrifa­ 15. febr˙ar, 2008
ALS