Flottur sigur í höfn hjá TBR

TBR keppti sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða í dag. Liðið mætti BAD 79 Anderlecht frá Belgíu og vann 5-0.

Sigríður Árnadóttir og Kristófer Darri Finnsson léku tvenndarleik við Julien Carraggi og Manin Vervaeke og unnu eftir mjög jafna oddalotu 13-21, 21-15, 22-20.

Daníel Jóhannesson vann Alexandre Lallemand í einliðaleik, einnig eftir oddalotu, 21-11, 19-21, 21-18. Margrét Jóhannsdóttir vann Stephanie Van Wel örugglega 21-8, 21-10.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri unnu Julien Carraggi og Raphael Van Wel 21-14, 21-19.

Sigríður og Margrét léku tvíliðaleik gegn Stephanie Van Wel og Manon Vervaeke 21-7, 21-10.

Glæsilegur sigur í höfn hjá TBR.

Næsti leikur hjá TBR er á morgun gegn Club Sports da Madeira frá Spáni.

Skrifađ 21. júní, 2017
mg