Alţjóđlega litháenska mótiđ er hafiđ

Alþjóðlega litháenska mótið hófst í Kaunas í Litháen í dag með forkeppni í einliðaleik.

Eiður Ísak Broddason vann fyrsta leik sinn í forkeppninni en þar atti hann kappi við Linas Supronas frá Litháen og vann 21-10, 21-10. Annan leikinn lék hann ggn Richard Kehl frá Svíþjóð og þar laut hann í lægra haldi 20-22, 12-21.

Róbert Ingi Huldarsson lék gegn Rafael Galvez frá Spáni og tapaði fyrir honum 12-21, 10-21.

Kristófer Darri Finnsson sat hjá í fyrstu umferð og í þeirri annarri vann hann Robert Sokman frá Eistlandi 21-9, 21-12. Í þriðju umferð mætti Kristófer Mikk Ounmaa frá Eistlandi sem var honum sterkari og sló Kristófer út með sigri 21-19, 21-6.

Davíð Bjarni tapaði fyrir Jakob Stage frá Danmörku 14-21, 11-21.

Daníel Jóhannesson vann fyrsta leik sinn gegn Mantas Mauke frá Liháen 21-9, 21-7. Hann lék því næst gegn Mikk Järveoja frá Eistlandi og vann hann líka 21-19, 22-20. Í þriðju umferð lék Daníel gegn Ridzwan Rahmat frá Malasíu. Sá malasíski vann 21-7, 21-12.

Arna Karen Jóhannsdóttir mætti í forkeppni einliðaleiks kvenna Valeriya Rudakova frá Úkraínu, sem var raðað númer sex inn í forkeppnina. Arna Karen tapaði 13-21, 15-21.

Sigríður Árnadóttir atti kappi við Vaiva Zymantaite frá Litháen og sigraði 21-11, 21-15. Hún spilar á morgun síðasta leikinn í forkeppninni en sigurvegari þess leiks kemst upp í aðalkeppnina. 

Margrét Jóhannsdóttir fór beint inn í aðalkeppnina og keppir í einliðaleik á morgun.

Á morgun hefst keppni í tvíliða- og tvenndarleik.

Skrifađ 8. júní, 2017
mg