U17 landsliđiđ lék í Danmörku um helgina

U17 landsliðið tók þátt í Danish Junior mótinu í Farum í Danmörku um helgina. Landsliðið skipuðu Andri Broddason TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Einar Sverrisson, Eysteinn Högnason TBR, Þórður Skúlason BH, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Þórunn Eylands TBR.

Í einliðaleik var keppt í riðlum. Bjarni, Brynjar, Einar og Þórður fóru upp úr riðlum sínum í 10 manna útsláttarriðil. Andri komst ekki upp úr sínum riðli. Þórður fór alla leið í undanúrslit í flokki U17/U19 A og tapaði þar fyrir Philip Stiborg frá KMB2010. Halla María komst upp úr sínum riðli í flokki U17/U19A en tapaði fyrsta leik í útsláttarkeppninni eftir það og endaði því í 4-5. sæti í einliðaleik. Andrea og Þórunn spiluðu í flokki U17/U19 M en þær komust ekki upp úr sínum riðlum. Karolina, Júlíana Karitas og Katrín Vala spiluðu í flokki U15 M en þær komust ekki upp úr sínum riðlum.

Bjarni og Þórður spiluðu saman tvíliðaleik. Þeir unnu fyrsta leik en töpuðu svo í annarri umferð. Brynjar Már og Andri töpuðu í fyrstu umferð. Einar og Eysteinn spiluðu mjög vel og komust alla leið í úrslit en töpuðu úrslitaleiknum eftir oddalotu 19-21, 21-11, 18-21. Katrín Vala og Halla spiluðu saman tvíliðaleik í flokki U17/U19A. Þær töpuðu í fyrsta leik. Andrea og Þórunn spiluðu í M og unnu sinn fyrsta tvíliðaleik en féllu úr keppni í annarri umferð. Karolina og Júlíana léku saman tvíliðaleik en þær féllu úr leik í fyrstu umferð.

Í tvenndarleik léku Andri og Karolina saman og Brynjar og Júlíana. Bæði þessi pör töpuðu í fyrstu umferð. Eysteinn og Halla María komust í aðra umferð sem og Þórður og Katrín Vala. Einar og Þórunn léku í M flokki. Þau unnu fyrstu tvo leikina og töpuðu í þriðju umferð. Bjarni og Andrea léku saman en þau féllu úr leik í fyrstu umferð.

Smellið hér til að sjá úrslit í mótinu.

Skrifađ 29. maí, 2017
mg