Kóreubúar eru heimsmeistarar landsliða

Heimsmeistaramóti landsliða, Sudirman Cup, lauk í dag í Ástralíu. Kórea varð heimsmeistari eftir sigur á Kína 3-2. Sigur Kóreu kom öllum á óvart en nokkrir þeirra bestu leikmenn voru ekki með eða höfðu nýverið lagt spaðana á hilluna. Fyrirfram var liðið talið það veikasta í átta liða úrslitum. Það er langt síðan landið vann í liðakeppni og þessi sigur er talinn gefa íþróttinni byr undir báða vængi í heimalandinu.

Í átta liða úrslitum vann Kína Indland 3-0, Japan vann Malasíu 3-1, Kórea vann Tævan 3-1 og Tæland sló Dani út 3-2. Það voru því einungis Asíuþjóðir í undanúrslitum. Kína vann Japan 3-2 og Kórea vann Tæland 3-1.

Í úrslitum vann Kórea einliða- og tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Kína vann tvíliða- og einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Sudirman Cup.

Skrifað 29. maí, 2017
mg