Ragna til Peking eins og staðan er í dag

Badmintonsamband Evrópu (BE) birti á heimasíðu sinni í dag lista yfir þá leikmenn sem væru inná Ólympíuleikum væri staða heimslistans í dag lögð til grundvallar. BE kallar listann "Dummy list for qualification for the Olympic Games" og birta hann reglulega fram til 1.maí þegar hin raunverulegi listi verður kunngjörður.

Alls kæmust nítján evrópskar stúlkur á Ólympíuleikana í einliðaleik kvenna væri listinn í dag notaður og þeirra á meðal er Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir.

Smellið hér til að skoða "dummy" lista BE.

Skrifað 8. febrúar, 2008
ALS