Íslandsmeistarar í Heiðursflokki

Keppt var til úrslita í Heiðursflokki í dag, laugardag. Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Gunnar Bollason TBR en hann vann í úrslitum Harald Kornelíusson TBR. Leikurinn fór í odd en Gunnar hafði betur 21-16, 16-21, 21-13 og varð með því Íslandsmeistari.

Einn leikur var í tvíliðaleik í flokknum, sem eru fyrir 60 ára og eldri. Þar mættu Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson þeim Hannesi Ríkarðssyni og Jónasi Þóri Þórissyni TBR. Sá leikur endaði einnig eftir oddalotu með sigri Gunnars og Haraldar 21-11, 19-21, 21-11. Gunnar er því tvöfaldur Íslandsmeistari.

Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017.

Myndir frá Meistaramóti Íslands má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 8. apríl, 2017
mg