Magnús Ingi og Tinna međ forystu á Stjörnumótaröđinni

Stjörnumótaröð BSÍ er röð móta á keppnistímabilinu þar sem bestu badmintonmenn og konur landsins keppa um sigur í stigakeppni.

Á mótaröðinni eru níu mót og hefur fyrsta mótið nú þegar farið fram, TBR OPIÐ. Búið er að taka saman stig þeirra sem kepptu í mótinu og kemur í ljós að systkynin Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir úr TBR eru með forystu á mótaröðinni í meistaraflokki en í A-flokknum eru það Skagamennirnir Una Harðardóttir og Róbert Þór Henn sem eru með forystu.

Yfirlit yfir mót á Stjörnumótaröðinni og stig efstu fimm einstaklinga má sjá með því að smella hér.

Næsta mót á Stjörnumótaröðinni er Óskarsmótið sem fram fer í KR-húsum 20.október. Mótið er tvíliða- og tvenndarleiksmót sem haldið er til minningar um margfaldan Íslandsmeistara og öflugan stjórnarmann, KR-inginn Óskar Guðmundsson.

Skrifađ 5. oktober, 2007
ALS