Undanúrslit í einliðaleik meistaraflokks

Undanúrslit í einliðaleik karla voru að klárast rétt í þessu. Kári Gunnarsson TBR atti kappi við Daníel Jóhannesson TBR. Kári vann leikinn auðveldlega 21-16, 21-8. Kristófer Darri Finnsson TBR mætti Jónasi Baldurssyni TBR í hinum undanúrslitaleiknum, en hann var öllu meira spennandi. Kristófer vann fyrstu lotuna 27-25, Jónas vann aðra lotuna 21-15. Oddalotan var mjög jöfn framanaf og endaði með sigri Kristófers Darra 21-14. Kári og Kristófer mætast því í úrslitum á morgun, sunnudag.

Í undanúrslitum einliðaleiks kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. Margrét vann leikinn 21-4, 21-13. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir, báðar úr TBR. Leikurinn var mjög jafn og jafnt á nánast öllum stigum í báðum lotum. Leikurinn endaði með sigri Sigríðar 22-20. Margrét og Sigríður mætast því í úrslitum í fyrramálið.

Nú eru undanúrslit í tvíliðaleik í gangi.

 

Skrifað 8. apríl, 2017
mg