Úrslit Óskarsmóts KR

Óskarsmót KR var um helgina. Mótið er innan Dominosmótaraðar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Kristófer Darri Finnsson TBR en hann vann í úrslitum einliðaleiks karla Róbert Þór Henn TBR 21-10, 22-20. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21-12, 21-18. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Sigurður Eðvarð Ólafsson og Tómas Björn Guðmundsson BH 21-15, 21-5. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR eftir sigur á Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-14, 21-12. Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Kristófer Darra Finnsson og Þórunni Eylands TBR 21-15, 21-19.

Í A-flokki sigraði Símon Orri Jóhannsson ÍA í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson TBR 21-19, 21-13. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu feðgarnir Andri Árnason og Árni Haraldsson TBR sem unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Kristinn Breka Hauksson BH eftir oddalotu 23-21, 13-21, 21-17. Tvíliðaleik kvenna unnu Halla María Gústafsdóttir BH og Karolina Prus KR. Þær unnu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Katrínu Völu Einarsdóttur BH 21-15, 21-16. Tvenndarleikinn unnu Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Andri Broddason TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki Egil Magnússon Aftureldingu 21-17, 21-11. Karolina Prus KR vann í úrslitum einliðaleiks kvenna í B-flokki Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu 21-16, 16-21, 21-6. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu en keppt var í riðli í greininni. Í tvíliðaleik kvenna unnu Kristín Magnúsdóttir KR og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær sigruðu í úrslitum Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur TBR 21-14, 27-25. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu KR Badminton.

Síðasta mót á Dominosmótaröð BSÍ fyrir Meistaramót Íslands er Reykjavíkurmót fullorðinna sem fer fram í TBR 18. - 19. mars.

Skrifað 13. febrúar, 2017
mg