Óskarsmót KR fer fram um helgina

Óskarsmót KR er á um helgina í KR heimilinu við Frostaskjól. Keppt verður í öllum greinum í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki.

Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Keppendur eru 59 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, Hrunamönnum, ÍA, KR, TBR, UMFS og UMF Þór.

Mótið hefst klukkan 10 á laugardaginn og búast má við að því ljúki um klukkan 17 þann dag. Á laugardeginum er keppt í tvíliða- og tvenndarleik. Á sunnudaginn fara fram einliðaleikir en þann dag hefst keppni klukkan 10. Gera má ráð fyrir að mótið klárist um klukkan 16:30.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Óskarsmóti KR.

Skrifað 8. febrúar, 2017
mg