Kínverjar undirbúa Ólympíuleika

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það fellst mikill undirbúningur í því að skipuleggja og undirbúa stóra íþróttahátíð eins og Ólympíuleika. Undirbúningurinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008 hefur staðið í mörg ár og væntanlega strembnir mánuðir framundan hjá Kínverjum við áframhaldandi undirbúning. Samkvæmt frétt frá SkyNews eru bæði lögreglumenn og þeir sem afhenda verðlaun o.fl. í tengslum við leikana í hörðum æfingabúðum þessa dagana. Lögreglumennirnir á flugvellinum í Peking fá kennslu í því að brosa og taka vel á móti fólki. Flugvöllurinn og fólkið þar er jú fyrsta upplifun gestanna af landinu og Ólympíuleikunum. Smellið hér til að skoða frétt SkyNews um undirbúning Kínverja fyrir Ólympíuleikana.
Skrifađ 8. febrúar, 2008
ALS