Fyrsti dagur RIG - Iceland International

Forkeppni einliðaleiks karla og einliðaleiks kvenna var að ljúka rétt í þessu og þar með fyrsta degi RIG - Iceland International.

Davíð Bjarni Björnsson fór beint inn í aðalkeppnina en hann var eini íslenski leikmaðurinn til að fara beint inn í hana. Einar Sverrisson, Kristófer Darri Finnsson, Atli Tómasson og Haukur Gylfi Gíslason unnu sig upp úr forkeppninni í aðalkeppnina í einliðaleik karla. Inn í aðalkeppnina komust auk íslensku leikmannanna Viknesh Rajendran, Ethan Van Leeuwen og Zach Russ frá Englandi auk Heiko Zoober frá Eistlandi.

Upp úr forkeppni einliðaleiks kvenna komust Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Andrea Nilsdóttir af íslensku keppendunum. Auk þeirra komust Pamela Reyes, Chole Le Tissier og Jessica Li frá Englandi, Viola Lindberg frá Finnlandi, Astrid Molander frá Danmörku og Sara Lindskov Jacobsen frá Grænlandi.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag.

Keppni hefst klukkan 9 í fyrramálið með tvenndarleikjum. Einliðaleikir kvenna hefjast klukkan 10:45, einliðaleikir karla klukkan 12:30, tvíliðaleikir kvenna klukkan 14:15 og tvíliðaleikir karla klukkan 14:50. Leikið verður til klukkan 22 annað kvöld.

Smellið hér til að sjá niðurröðun leikja föstudaginn 27. janúar.

 

Skrifað 26. janúar, 2017
mg