Hvidovre 2 enda­i Ý fimmta sŠti ri­ilsins

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti síðasta leikinn í riðlinum um helgina. Leikurinn var gegn Badminton Roskilde sem vann 8-5.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Jeppe Ludvigsen og Petra Ulriksen. Drífa og Poulsen unnu 21-18, 21-14. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Rikke Madsen og Julie Frost Andersen. Drífa og Seiersen unnu 21-15, 22-20.

Hvidovre 2 vann auk leikja Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Badminton Roskilde.

Eftir þessa síðustu umferð riðilsins endar Hvidovre 2 í fimmta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum.

Liðið spilar því á vorönn um hvaða lið falla niður úr þriðju deild og mun spila í sama riðli og Drive 2 sem Magnús Ingi Helgason spilar með. Fyrsti leikur liðsins í þeim riðli er laugardaginn 28. janúar gegn Greve 3.

Skrifa­ 16. jan˙ar, 2017
mg