Dregið í Iceland International - RIG

Dregið hefur verið í RIG - Iceland International sem hefst 26. janúar og stendur til 29. janúar. Mjög góð þátttaka er í mótinu, sem er haldið í 20. skipti. Erlendir keppendur eru 88 talsins, nú þegar dregið hefur verið í mótið, auk 38 íslenskra keppenda. Erlendir keppendur koma frá 22 þjóðlöndum, Austurríki, Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grænlandi, Indlandi, Litháen, Lúxemburg, Malasíu, Myanmar, Mexíkó, Noregi, Póllandi, Portúgal, Suður Afríku, Svíþjóð, Tékklandi, Þýskalandi og Wales.

Mótið hefst fimmtudaginn 28. janúar með forkeppni í einliðaleik karla og kvenna. Leikir í forkeppninni fara fram frá klukkan 10 til 13:30. Heimslistinn 5. janúar ræður röðun í mótið.

Í forkeppni einliðaleiks karla keppa 32 einstaklingar um átta sæti í aðalkeppninni, 18 íslenskir og 14 erlendir. Enginn íslensku keppendanna fer beint í aðalkeppnina. Sigurvegara mótsins frá því í fyrra, Kim Bruun frá Danmörku, er raðað númer eitt inn í einliðaleik karla. Finnanum Kalle Koljonen er raðað númer tvö. Bruun er númer 60 á heimslista og er, eins og áður sagði, sigurvegari RIG - Iceland International 2016 en Koljonen er númer 101 á heimslista.

Iceland International 2016

Í forkeppni einliðaleiks kvenna keppa 17 einstaklingar um átta sæti í aðalkeppninni, átta íslenskir og níu erlendir. Fimm Íslendingar komust beint inn í aðalkeppnina, Arna Karen Jóhannsdóttir, Harpa Hilmisdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Þórunn Eylands. Arna Karen mætir í fyrsta leik Vytaute Fomkinaite frá Litháen. Sú litháenska er númer 276 á heimslista en Arna er númer 737. Harpa mætir Nicola Cerfontyne frá Englandi, sem er raðað númer sex inn í greinina. Cerfontyne er númer 215 á heimslista. Úlfheiður á fyrsta leik við Aimee Moran frá Wales en sú hefur keppt áður á Iceland International. Moran, sem er raðað númer þrjú inn í greinina, er númer 172 á heimslista. Þórunn Eylands mætir Marlene Wåland frá Noregi en hún er númer 960 á heimslista. Margrét mætir Freya Patel-Redfearn frá Englandi. Hún er númer 738 á heimslista en Margrét er númer 322 á listanum. Georgina Bland frá Englandi er raðað númer eitt inn í einliðaleik kvenna og hún er númer 147 á heimslista. Panuga Riou frá Englandi er raðað númer tvö inn í greinina en hún er númer 164 á heimslista.

 

Iceland International 2016

 

Í tvíliðaleik karla keppa 22 pör, 10 íslensk og 12 erlend. Þýska parinu Daniel Benz og Andreas Heinz er raðað númer eitt inn í greinina en þeir eru númer 109 á heimslista í tvíliðaleik. Norsku bræðrunum Fredrik og Jesper Kristensen er raðað númer tvö en þeir eru númer 129 á heimslista. Þeir spiluðu í Iceland International í fyrra. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson mæta Callum Hemming og Johnnie Torjussen frá Englandi í fyrstu umferð. Þeir eru númer 316 á heimslista í tvíliðaleik.

Í tvíliðaleik kvenna keppa 20 pör, átta íslensk og 11 erlend en auk þess spilar Sigríður Árnadóttir með danskri stúlku. Vytaute Fomkinaite og Gerda Voitechhovskaja frá Litháen er raðað númer eitt inn í greinina en þær eru númer 104 á heimslista. Aðra röðun fá Solvar Flaten Jorgensen og Natalie Syvertsen frá Noregi en þær eru númer 275 á heimslista. Margrét Jóhannsdóttir og Drífa Harðardóttir sitja hjá í fyrstu umferð en mæta í annarri umferð litháenska parinu sem er raðað númer eitt inn í greinina.

Í tvenndarleik keppir 31 par, 16 íslensk og 15 erlend. Bastian Kersaudy og Lea Palermo frá Frakklandi fá fyrstu röðun. Þau eru númer 59 á heimslista. Aðra röðun fá Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi en þau eru númer 268 á heimslista. Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir etja kappi við Carl Christan Mork og Elisa Wiborg frá Noregi í fyrstu umferð. Þau eru númer 429 á heimslista. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir lenda í fyrsta leik á móti enska parinu sem er raðað númer tvö inn í greinina. Davíð Bjarni Björnson og Drífa Harðardóttir mæta í fyrsta leik Atla Tómassyni og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur. Egill Guðlaugsson og Erla Björg Hafsteinsdóttir mæta Max Flynn og Lizzie Tolman frá Englandi.

 

Iceland International 2016

Aðalkeppnin hefst á föstudeginum klukkan 9 og keppt er látlaus til klukkan 22:00 um kvöldið, fram í átta liða úrslit. Þau fara fram á laugardagsmorgninum og eftir hádegi fara fram undanúrslit. Á sunnudeginum eru spiluð úrslit og RÚV sýnir frá þeim. Úrslitin hefjast klukkan 10 í TBR.

 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í RIG - Iceland International.

 

Skrifað 11. janúar, 2017
mg