Úrslit Jólamóts unglinga

Jólamót unglinga var haldið í dag í TBR. Eingöngu var keppt í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Gabríel Ingi Helgason BH í úrslitum Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21-18, 21-19 í flokki hnokka. María Rún Ellertsdóttir ÍA vann í flokki táta en keppt var í riðli í greininni.

Í flokki U15 vann Sigurður Patrik Fjalarsson KR Steinþór Emil Svavarsson BH í úrslitum 21-18, 21-15 í flokki sveina. Katrín Vala Einarsdóttir BH sigraði Karolinu Prus KR í úrslitum í flokki meyja eftir oddalotu 21-15, 19-21, 21-15.

Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson BH Brynjar Má Ellertsson ÍA í úrslitum eftir oddalotu 14-21, 21-17, 21-18 í flokki drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann í einliðaleik telpna en hún vann í úrslitum Unu Hrund Örvar BH 21-11, 21-14.

Í flokki U19 sigraði Símon Orri Jóhannsson ÍA í úrslitum Elís Þór Dansson TBR 21-14, 21-17 í flokki pilta. Ekki var keppt í flokki stúlkna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Jólamóti unglinga.

Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er RIG helgina 3. - 5. febrúar 2017.

Skrifađ 17. desember, 2016
mg