Hvidovre 2 komiđ upp í fjórđa sćti riđilsins

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti sjötta og næstsíðasta leikinn í riðllinum um helgina. Leikurinn var gegn Lillerød 2 sem vann 7-6.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Jacob Chemnitz og Anna Nilesen. Drífa og Poulsen töpuðu eftir oddalotu 21-18, 13-21, 12-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Eva Pedersen og Ann Nielsen. Drífa og Seiersen unnu 21-13, 21-16.

Hvidovre 2 vann auk tvíliðaleiks Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, annan og fjórða einliðaleik karla og annan og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Lillerød 2.

Eftir þessa sjöttu umferð fer Hvidovre 2 upp um eitt sæti og er nú í fjórða sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Gentofte laugardaginn 14. janúar.

Skrifađ 12. desember, 2016
mg