Drive 2 vann Greve 3 au­veldlega

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti Greve 3 í fimmta leik vetrarins og vann 9-4. Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék hann með Lea Elm Jensen gegn Daniel Lejre og Tina Brix Nyhhus. Magnús Ingi og Jensen unnu 21-17, 23-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Jesper Pedersen. Þeir mættu Frederik Thomsen og Daniel Lejre. Magnús og Pedersen töpuðu eftir spennandi og jafnan leik og þrjár lotur 19-21, 21-19, 19-21.

Drive 2 vann auk tvenndarleiks Magnúsar annan tvenndarleik, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleik karla, fyrsta einliðaleik kvenna, báða tvíliðaleiki kvenna og þriðja tvíliðaleik karla. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Drive 2 og Greve 3.

Eftir fimmtu umferð fer Drive 2 upp um eitt sæti og er nú í fimmta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. 
Næsti leikur Drive 2 er laugardaginn 10. desember gegn SAIF Kbh.

Skrifa­ 22. nˇvember, 2016
mg