Úrslit Meistaramóts BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Jónas Baldursson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir úrslitaleik gegn Daníel Jóhannessyni TBR sem endaði með sigri Jónasar eftir æsispennandi oddalotu 21-11, 16-21, 22-20. Einliðaleik kvenna sigraði Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Arna Karen vann alla leiki sína. Margrét Jóhannsdóttir tók ekki þátt í mótinu. Tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR 21-13, 21-15. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu systurnar María og Sigríður Árnadætur TBR Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-12, 21-12. Tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH eftir mjög jafnar þrjár lotur 18-21, 30-28 og 22-20.

Meistaramót BH 2016Meistaramót BH 2016Meistaramót BH 2016Meistaramót BH 2016Meistaramót BH 2016Í A-flokki sigraði Einar Sverrisson TBR en hann vann í úrslitum Þórð Skúlason BH 21-7, 22-20. Í einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Hún vann í ústlitum Katrínu Völu Einarsdóttur BH eftir oddalotu 21-17, 16-21, 21-14. Tvíliðaleik karla sigruðu Geir Svanbjörnsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri eftir sigur á Bjarna Þór Sverrissyni og Eysteini Högnasyni TBR eftir oddalotu 17-21, 21-16, 21-16. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamri eftir oddalotu 20-22, 23-21, 21-11. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri en þau unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Elínu Ósk Traustadóttur BH 23-21, 21-16.

Símon Orri Jóhannsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Andra Broddason TBR í úrslitum 21-18, 21-15. Hin unga Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik í B-flokki kvenna en hún vann í úrslitum eftir oddalotu Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-16, 16-21, 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA en þeir unnu í úrslitum Egil Magnússon og Víði Þór Þrastarson Aftureldingu 21-11, 21-16. Í tvíliðaleik kvenna unnu Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Irena Rut Jónsdóttir ÍA en þær unnu í úrslitum Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur BH 21-13. 21-10. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Þau sigruðu í úrslitum Egil Magnússon og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu 21-19, 21-12.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar og Badmintonsambands Íslands.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Meistaramót TBR 7. - 8. janúar 2017.

Skrifað 21. nóvember, 2016
mg