Erfiður leikur gegn Slóveníu

U19 landslið Íslands í badminton lék fyrsta leik sinn á HM ungmenna í Bilbao á Spáni í morgun. Liðið atti kappi við Slóveníu sem var raðað númer fimm til átta inn í mótið en alls taka 54 lönd þátt í keppninni. Slóvenía vann allar viðureignir liðanna og vann því leikinn 5 - 0.

Alda Karen Jónsdóttir og Atli Tómasson léku tvenndarleik gegn Miha Ivancic og Petra Polanc og töpuðu 5-21, 9-21.

Davíð Bjarni Björnsson lék einliðaleik karla gegn Miha Ivanic og tapaði 9-21, 12-21.

Þórunn Eylands lék einliðaleik gegn Nika Arih og tapaði 15-21, 11-21.

Tvíliðaleik karla léku Davíð Bjarni og Atli gegn Miha Ivanic og Rok Jercinovic og töpuðu 10-21, 11-21.

Tvíliðaleik kvenna léku Þórunn og Alda Karen gegn Ema Cizelj og Nastja Stovanje og töpuðu 14-21, 16-21.

Síðar í dag leikur liðið gegn Bandaríkjunum en Ísland dróst í þriggja landa riðil á þessi heimsmeistaramóti.

Af leikjum Norðurlandanna má segja að Danmörk vann fyrsta leik sinn gegn Lettlandi 4-1, Finnland tapaði fyrir Búlgaríu 1-4, Svíþjóð vann Alsír 5-0, Noregur tapaði fyrir Indónesíu 0-5 og Færeyjar hafa ekki keppt fyrsta leik sinn ennþá.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á HM ungmenna.

Skrifað 2. nóvember, 2016
mg