Ísland vann Færeyjar 7-1

Ísland lék vináttulandsleik gegn Færeyjum á laugardaginn í Færeyjum. Landslið Íslands skipuðu Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson, Arna Karen Jóhannsdóttir og Harpa Hilmisdóttir. Eiður, Jónas og Arna eru í TBR en Harpa er í BH.

Ísland vann 7-1.

Eiður Ísak lék fyrsta einliðaleik karla gegn Magnus Dal-Christiansen og vann 21-11, 21-15.

Jónas lék annan einliðaleik karla gegn Rani i Bø og vann 21-18, 21-9.

Arna Karen Jóhannsdóttir lék fyrsta einliðaleik kvenna gegn Kristina Eriksen og vann 21-8, 21-9.

Harpa mætti Gunnva Jacobsen í öðrum einliðaleik kvenna og vann 21-18, 21-17.

Eiður og Jónas kepptu tvíliðaleik karla og mættu í honum Magnus Dal-Christiansen og Rani í Bø og þeir unnu 21-10, 21-16.

Í tvíliðaleik kvenna öttu Arna og Harpa kappi við Sólfríð Hjørleifsdóttur og Simone Romme. Arna og Harpa unnu eftir oddalotu 21-11, 16-21, 22-20.

Fyrsta tvenndarleik léku Jónas og Arna Karen. Þau mættu Rani í Bø og Kristina Eriksen og unnu 21-14, 21-13.

Eina viðureignin sem Ísland vann ekki var tvenndarleikur sem Eiður og Harpa léku gegn Magnus Dal-Christiansen og Gunnva Jakobsen en leikurinn fór í odd sem endaði með sigri þeirra færeysku 21-15, 18-21, 21-15.

Skrifað 24. oktober, 2016
mg