Úrslit Vetrarmóts TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH en hann vann Gabríel Inga Helgason BH í úrslitum eftir oddalotu 21-17, 10-21 og 21-17. Sigurbjörg Árnadóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum í einliðaleik táta eftir hörkuspennandi oddalotu 14-21, 21-17 og 21-19. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH en þeir lögðu Stefán Eiríksson og Steinar Petersen í úrslitum 21-18 og 21-15. Tvíliðaleik táka unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR en þær unnu í úrslitum Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA eftir oddalotu 18-21, 21-18 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA Steinar Petersen og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Sigurbjörg vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Steinþór Emil Svavarsson BH Gústav Nilsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 21-16, 18-21 og 21-19. Karolina Prus KR vann í einliðaleik meyja en hún vann í úrslitum Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR 21-15 og 21-12. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Baldur Einarsson og Guðmund Hermann Lárusson TBR 21-16 og 21-15. Í tvíliðaleik meyja unnu Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR þær Berglindi Magnúsdóttur og Karolinu Prus KR eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Stefán Árni Arnarsson og Anna Alexandra Petersen Gústav Nilsson og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-18, 16-21 og 21-19.

Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR en hann vann í úrslitum Þórð Skúlason BH eftir oddalotu 15-21, 21-16 og 21-13 í einliðaleik drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann í úrslitum í einliðaleik telpna Unu Hrund Örvar BH 21-9 og 21-9. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Einar Sverrisson TBR og Andra Broddason TBR eftir oddalotu 24-26, 21-16 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH þær Evu Margit Atladóttur og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR 21-16 og 21-11. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR en þau unnu í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson TBR og Unu Hrund Örvar BH 21-8 og 21-6.

Í flokki U19 vann Andri Árnason TBR en keppt var í riðli í flokknum einliðaleik pilta. Atli Tómasson TBR varð í öðru sæti riðilsins. Í einliðaleik stúlkna var einnig keppt var í riðli og hann vann Þórunn Eylands TBR og í öðru sæti varð Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Í tvíliðaleik pilta unnu Andri Árnason og Atli Tómasson TBR í úrslitum þá Kristinn Breka Hauksson Aftureldingu og Þórð Skúlason BH 21-12 og 21-18. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-18 og 21-15. Í tvenndarleik unnu Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH þau Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR eftir oddalotu 14-21, 21-19 og 21-19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBR.

Næsta mót á Dominos unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 26. - 27. nóvember næstkomandi.

 

Skrifađ 24. oktober, 2016
mg