Dominos áfram aðalstyrktaraðili BSÍ

Áframhaldandi samstarfssamningur Badmintonsambandsins og Dominos var undirritaður í gær á skrifstofu BSÍ. Mótaraðir BSÍ munu áfram bera nafn Dominos, Dominosmótaröðin og Dominos unglingamótaröðin. Samstarfið við Dominos hefur verið mjög gott og þetta er þriðja tímabilið sem mótaröðin ber nafn Dominos.

 Dominos 2016-2017


 Badmintonsamband Ísland þakkar Dominos kærlega fyrir gott samstarf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Skrifað 4. oktober, 2016
mg