┌rslit Haustmˇts KR

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var í gær. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum.

Í meistaraflokki unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Atla Jóhannesson og Eið Ísak Broddason TBR eftir oddalotu 21-11, 21-23 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR en þær sigruðu í úrslitum Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-13 og 21-8. Tvenndarleik meistaraflokks unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR sem sigruðu í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson og Sigríði Árnadóttur TBR 21-15 og 21-19.

Í A-flokki sigruðu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR í tvíliðaleik karla. Þeir unnu í úrslitum Andra Broddason og Einar Sverrisson TBR 21-14 og 21-14. Í kvennaflokki sigruðu Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri en þær unnu Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-18. Ekki var keppt í tvenndarleik í A-flokki.

Í B-flokki karla unnu Egill Magnússon og Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu tvíliðaleik karla en keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleik í B-flokki unnu Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þau unnu í úrslitum Egil Magnússon og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu 21-19 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Haustmóti KR.

Næsta mót í Dominos mótaröð BSÍ verður Atlamót ÍA 24. - 25. september næstkomandi.

Skrifa­ 12. september, 2016
mg