TBR Íslandsmeistarar í öllum deildum

Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót liða í badminton, fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppt var í þremur deildum meistara, A og B deild. Mjög góð stemning skapaðist í kringum keppnina eins og ár hvert enda ekki oft sem badmintonfólki gefst kostur á að keppa í liðakeppni.

Lið Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur sigruðu í öllum deildum.Í meistaradeildinni kepptu fimm lið um Íslandsmeistaratitilinn en þar sigraði liðið TBR-Öllarar og í öðru sæti voru TBR Ungir. Í A-deildinni sigruðu TBR Geitungar A-lið Badmintonfélags Hafnarfjarðar en BH liðið hafði unnið A-deildina tvö ár á undan. Aldrei hafa jafn mörg lið tekið þátt í A-deildinni en alls voru það átta lið sem kepptu um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Ellefu lið kepptu um Íslandsmeistaratitil í B-deild og voru keppendur á mjög breiðu aldursbili. Hörð keppni endaði með sigri TBR Púkanna en Glæstir Jaxlar TBR voru í öðru sæti.

 

TBR Öllarar. Þorsteinn Páll Hængsson, Vigdís Ásgeirsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sara Jónsdóttir, Broddi Kristjánsson, Sigurður Hjaltalín, Elsa Nielsen, Njörður Ludvigsson, Indriði Björnsson og Ingólfur Ingólfsson.

Íslandsmeistarar í Meistaradeild - TBR Öllarar

 

TBR Geitungar. Skarphéðinn Garðarsson, Árni Haraldsson, Jón Tryggvi Jónsson, Eggert Þorgrímsson, Skúli Sigurðsson, María Thors, Kristín Berglind Kristjánsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Íslandsmeistarar í A-deild - TBR Geitungar

TBR Púkar. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jón Matthíasson, Lárus Árni Hermannsson, Magnús Guðmundsson, Ómar Sigurbergsson, Óskar Sigurmundason, Berglind Johansen, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Stella Matthíasdóttir
Íslandsmeistarar í B-deild - TBR Púkar

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja í Deildakeppni BSÍ 2008. Myndir af öllum liðum eru komnar inní myndasafnið hér á síðunni.

Endanleg röð liða í Deildakeppni BSÍ 2008

Meistaradeild

 1. TBR Öllarar
 2. TBR Z (Ungir)
 3. TBR Y
 4. TBR X
 5. ÍA/KR Meistarar

A-deild

 1. TBR Geitungar
 2. BH - A
 3. ÍA A-lið
 4. TBR Frumurnar
 5. BH - B
 6. TBR Draumaliðið
 7. TBR Þrumurnar
 8. UMFA

B-deild

 1. TBR Púkar
 2. TBR Glæstir Jaxlar
 3. TBR Vinirnir
 4. Huginn/TBR
 5. BH ungir
 6. TBR Drekaflugurnar
 7. ÍA B-lið
 8. BH naglar
 9. Hamar
 10. TBR Badmintonflugurnar
 11. TBR Býflugurnar
Skrifað 3. febrúar, 2008
ALS