Spánverjar eru fyrstir Evrópubúa til ađ eiga ólympíumeistara í einliđaleik kvenna

Carolina Marin frá Spáni vann í dag einliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum þegar hún vann Pusarla V. Sindhu frá Indlandi í úrslitum eftir oddalotu 19-21, 21-12 og 21-15. Með því varð Marin fyrsta evrópska konan til að vinna einliðaleik kvenna á Ólympíuleikum.

Undanúrslitaleikur Lee Chon Wei frá Malasíu og Lin Dan frá Kína í einliðaleik karla var gríðarlega spennandi. Lin Dan hefur unnið einliðaleik karla á síðastu tveimur Ólympíuleikum og hefði með sigri átt möguleika á þriðja sigrinum, sem er afar óvejulegt. Lee Chon Wei tapaði fyrstu lotu 15-21 og vann þá næstu 21-11. Í oddalotunni var jafnt á öllum stigum þar til Lee tókst að vinna að lokum 22-20 og með því að tryggja sér að komast í sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Hann mun mæta Chen Long frá Kína en hann sló hinn unga Dana Viktor Axelsen 21-14 og 21-15.

Úrslit í tvíliðaleik karla fóru einnig fram í dag. Þar mættu V. Shem Goh og Wee Kiong Tan frá Malasíu Fu Haifeng og Zhang Nan frá Kína. Kínverjarnir unnu eftir oddalotu 16-21, 21-11 og 23-21 og urðu með því Ólympíumeistarar í tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.

Skrifađ 19. ágúst, 2016
mg