Þjálfaranámskeið í ágúst

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði dagana 27. og 28. ágúst næstkomandi í TBR.

Námskeiðið er opið öllum og lögð verður áhersla á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi.

Kennari á námskeiðinu er Tinna Helgadóttir.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar. Verði verður stillt í hóf.

Skráning er á bsi@badminton.is

Skrifað 15. júní, 2016
mg