Jóhannes Orri tók ţátt í Meistaramóti unglinga í Noregi

Meistaramót unglinga fór fram í Noregi um helgina. Leikið var í öllum flokkum U15 og U17. Alls voru 225 keppendur skráðir til leiks frá 36 félögum.

Jóhannes Orri Ólafsson spilaði í flokki U17 í einliðaleik, í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Ole Herman Imset frá Sandefjord BK, og í tvenndarleik með Anne-Margrethe Ulla Staurset frá Norborg.

Jóhannes sigraði örugglega sinn riðil í einliðaleiknum, en mætti þar á eftir gífurlega sterkum spilara Toheed Amhed Saeed frá Haugerud. Jóhannes spilaði leikinn mjög vel, en því miður dugði það ekki til, 21-18, 21-16 voru lokatölur viðureignarinnar.

Í tvenndarleik náðu hann og Anne-Margrete Ulla Staurset í kvarfinal en töpuðu þar fyrir sigurvegurm mótsins, parinu sem var raðað inn í mótið númer eitt, Markus Barth og Vera Ellingsen frá Bergen BK.

Í tviliðaleik náðu þeir félagarnir Jóhannes Orri og Ole Herman Imset í undanúrslit. Þar töpuðu þeir fyrir sigurvegurum mótsins Dusan Nikolic (Sotra BK) og Benjamin Nordén (Moss BK) með lokatölum 21-16 og 21- 16. Þrátt fyrir tapið var Jóhannes Orri mjög sáttur með frammistöðu sína í mótinu. Hann spilaði sterkt, þrátt fyrir að dugði ekki til.  

Skrifađ 12. apríl, 2016
mg