Íslandsmeistarar í einliðaleik í A- og B-flokkum

Úrslit í einliðaleik í A- og B-flokki fóru fram rétt í þessu á Meistaramóti Íslands.

Í A-flokki einliðaleik karla mættust Orri Árnason BH og Atli Tómasson TBR. Atli vann 21-11 og 21-19. Í kvennaflokki öttu Andrea Nilsdóttir TBR og Þórunn Eylands TBR kappi. Leikurinn fór í odd og endaði með sigri Þórunnar 19-21, 21-14 og 21-13.

Íslandsmeistari í einliðaleik í A-flokki karla er Atli Tómasson TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Þórunn Eylands TBR.

Í B-flokki einliðaleik karla mættust Þórður Skúlason BH og Einar Sverrisson TBR og í kvennaflokki Katrín Vala Einarsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttiir Aftureldingu. Þórður vann 21-12 og 21-14. Katrín Vala vann 21-19 og 21-19.

Íslandsmeistari í einliðaleik karla í B-flokki er Einar Sverrisson TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Katrín Vala Einarsdóttir BH.

Skrifað 10. apríl, 2016
mg