Niđurröđun úrslitaleikja á Meistaramóti Íslands 2016

Á morgun, sunnudag, fara fram úrslitaleikir á Meistaramóti Íslands.

Klukkan 10 hefjast úrslitaleikir í einliðaleik í A- og B-flokki. Þá taka við úrslit í Æðsta- og Heiðursflokki, einliðaleik.

Klukkan 11 eru úrslit í tvíliðaleik í A- og B-flokkum. Þá taka við úrslitaleikir í tvíliða- og tvenndarleik í Æðsta- og Heiðursflokki.

Klukkan 12 hefjast svo úrslit í tvenndarleik í A- og B-flokki.

Úrslit í meistaraflokki hefjast klukkan 14:00 með úrslitum í einliðaleik kvenna. Þá taka við úrslit í einliðaleik karla. Eftir hann eru úrslit í tvíliðaleik kvenna og svo tvíliðaleik karla. Dagurinn endar svo á úrslitum í tvenndarleik.

Bein útsending verður á RÚV frá úrslitum í meistaraflokki frá klukkan 14:00 - 17:00.

Skrifađ 9. apríl, 2016
mg