Meistaramót Íslands - fyrsti dagur

Í dag hófst Meistaramót Íslands í TBR. Spilað var í tvenndarleik í Meistara-, A- og B-flokkum. Ekki var mikið um óvænt úrslit en öll pör sem fengu röðun eru komin áfram. Spilað var fram í undanúrslit en þau fara fram seinnipartinn á morgun.

Keppni í einliðaleik og tvíliðaleik hefst á morgun, laugardag. Einliðaleikir hefjast klukkan 9 og spilað er fram í undanúrslit og svo hefjast tvíliðaleikir klukkan 11:30.

Undanúrslit hefjast klukkan 14.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Meistaramóti Íslands.

Skrifað 8. apríl, 2016
mg