Drive spilar í annarri umferđ á nćsta tímabili

Magnús Ingi sem spilar með Drive. Liðið spilar nú í umspili um að komast upp í aðra deild en á haustönninni spilaði það í þriðju deild og vann riðilinn sinn þá. Drive mætti Solrød Strand 4 um helgina og vann 11-2.

Magnús Ingi spilaði annan tvenndarleik og þriðja tvíliðaleik fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Luise Saaby Rasmussen gegn Jesper Mikkelsen og Luoise Mikkelsen. Magnús og Rasmussen unnu eftir oddalotu 14-21, 21-12 og 21-19. Tvíliðaleikinn lék hann með Thore Møller-Haastrup. Þeir mættu Mattias Xu og Jesper Mikkelsen og unnu 21-15 og 21-15.

Drive vann allar viðureignir nema annan einliðaleik kvenna og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive og Solrød Strand 4.

Eftir þessa síðustu viðureign umspilsins endar Drive er á toppi umspilsins og mun því spila í annarri deild á næsta tímabili. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifađ 5. apríl, 2016
mg